Dagsetning Tilvísun
17. ágúst 1992 420/92
Virðisaukaskattur – dagatal.
Með bréfi, dags. 7. ágúst sl., er leitað álits ríkisskattstjóra á því hvort um sé að ræða prentgrip sem undanþeginn er virðisaukaskatti. Honum er lýst þannig að um sé að ræða bók sem byggir á 12 landslagsljósmyndum og texta á fimm tungumálum. Til þess að auka notagildi bókarinnar og auka landkynninguna enn frekar hefur dagatal verið fellt inn í verkið en útgefandi lítur engu að síður frekar á verkið sem bók með listrænum ljósmyndum og ljóðrænum texta sem undanþegin er virðisaukaskatti.
Samkvæmt d-lið í kafla 4.3 i hjálögðum leiðbeiningum ríkisskattstjóra, um útgáfustarfsemi frá 11. júní 1991 eru almanök, dagbækur og önnur regluleg útgáfa rita sem hafa að geyma dagatöl, hvorki talin vera tímarit né bók í skilningi undanþáguákvæðis virðisaukaskattslaga nema þegar dagatal er minni hluti víðtækrar handbókar. Skulu þeir sem i atvinnuskyni selja eða afhenda slíka vöru innheimta og skila 24.5 % virðisaukaskatti af andvirði hennar.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkiskattstjóra
Vala Valtýsdóttir.