Dagsetning                       Tilvísun
31. des. 1992                            438/92

 

Virðisaukaskattur – endurgreiðsla prentkostnaðar vegna útgáfustarfsemi.

Með bréfi yðar, dags. 25. nóvember 1992, er óskað endurgreiðslu eða niðurfellingar á virðisaukaskatti af prentkostnaði vegna ritverks B skólameistara M á A. Í bréfi yðar segir um útgáfu þessa:

„Ætlun okkar er að selja nægilega mikið af bókunum til þess að greiða kostnaðinn og afhenda síðan skólanum afganginn af upplaginu og hagnað ef einhver verður. … Verk þetta er ekki unnið í hagnaðarskini heldur er verið að halda á lofti minningu eins merkasta skólamanns á síðari tímum,“.

Af því sem fram kemur í bréfi yðar virðist mega ráða að útgáfustarfsemi yðar sé ekki skráningarskyld. Sé aðili ekki skráningarskyldur fæst þá jafnframt ekki endurgreiddur sá virðisaukaskattur sem aðili greiðir vegna prentunar og annars beins útgáfukostnaðar.

Að öðru leyti er vísað í hjálagðar leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Vala Valtýsdóttir

 

Hjálagt:           Leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi.