Dagsetning Tilvísun
22. júlí 1991 302/91
Virðisaukaskattur – fjáröflunarblað.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 30. apríl 1990, þar sem þess er farið á leit að felldur verði niður virðisaukaskattur af prentun fermingarbarnablaðs sem selt er til fjáröflunar fyrir árlegt ferðalag fermingarbarna á A.
Ríkisskattstjóri hefur gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi og fylgja þær hjálagðar.
Eins og fram kemur í leiðbeiningunum lítur ríkisskattstjóri svo á að félagasamtök og opinberir aðilar séu skráningarskyldir vegna útgáfustarfsemi sinnar ef hagnaður er af útgáfunni, þ.e. þegar tekjur af sölu og af auglýsingasölu er almennt hærri en kostnaður við aðföng sem keypt eru með virðisaukaskatti vegna útgáfunnar. Þó er starfsemin ekki skráningarskyld ef samtals tekjur af sölu skattskyldrar vöru og þjónustu, þ.m.t. tekjur af auglýsingum og sölu ritsins, eru lægri en 172.300 kr. ári (miðað við byggingarvísitölu l. janúar 1991).
Skráning leiðir til þess að skylt er að innheimta og skila virðisaukaskatti af auglýsingasölu og fæst þá jafnframt endurgreiddur (frádreginn) sá virðisaukaskattur sem aðili greiðir vegna prentunar og annars beins útgáfukostnaðar. Sé aðili ekki skráningarskyldur hefur hann ekki rétt til endurgreiðslu virðisaukaskatts (innskatts) af útgáfukostnaði.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.