Dagsetning                       Tilvísun
22. júlí 1991                             304/91

 

Virðisaukaskattur – fjáröflunarblað.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 21. febrúar 1990, varðandi virðisaukaskatt af styrktarlínum í blað samtakanna.

Af því sem fram kemur í erindi yðar má álykta að um sé að ræða blaðaútgáfu til fjáröflunar fyrir samtök yðar.

Ríkisskattstjóri hefur nú gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi og fylgja þær hjálagðar.

Eins og fram kemur í leiðbeiningunum (kafli 2.3, b-liður) lítur ríkisskattstjóri svo á að útgáfa félagasamtaka á auglýsingablöðum sem þau gefa út í fjáröflunarskyni sé skráningarskyld starfsemi, enda séu tekjur hærri en kostnaður við útgáfu og tekjur nemi a.m.k. 172.300 kr. á ári (miðað við byggingarvísitölu 1. janúar 1991).

Ef um er að ræða skráningarskylda starfsemi samkvæmt framansögðu ber yður að innheimta og skila virðisaukaskatti af sölu auglýsinga, þ.m.t. styrktarlínum, í umrætt blað. Jafnframt fæst endurgreiddur (frádreginn) sá virðisaukaskattur sem samtökin greiða vegna prentunar og annars beins útgáfukostnaðar við blaðið.

 

Virðingarfyllst,

f.h. rikisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.