Dagsetning Tilvísun
6. nóv. 1990 167/90
Virðisaukaskattur – fjársöfnun.
Með bréfi yðar, dags. 23. október 1990, óskið þér álits ríkisskattstjóra á því hvort yður beri að innheimta virðisaukaskatt af þóknun fyrir störf yðar í þágu skógræktarátaks A, „L – átak 1990“. Fram kemur í bréfi yðar að þér voruð ráðinn verktaki að átakinu, fyrst og fremst til að annast fjáröflun fyrir það upp á hlut.
Til svars erindinu skal tekið fram að samkvæmt meginreglu laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er öll vinna og þjónusta, hverju nafni sem nefnist, sem veitt er í atvinnuskyni, virðisaukaskattsskyld. Ekki verður séð af lýsingu yðar á þeirri starfsemi sem þér hafið með höndum að hún falli undir neitt undanþáguákvæði virðisaukaskattslaga. Samkvæmt þessu ber yðar að innheimta og skila virðisaukaskatti af endurgjaldi fyrir þjónustu yðar. Þér eruð þó undanþeginn skattskyldu ef samtals sala yðar á vöru og skattskyldri þjónustu nemur lægri fjárhæð en 155.800 kr. á tólf mánaða tímabili. Þessi fjárhæð breytist l. janúar ár hvert til samræmis við byggingarvísitölu.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.