Dagsetning Tilvísun
11. desember 1991 363/91
Virðisaukaskattur – framreiðslumenn (þjónar).
Ríkisskattstjóra hafa borist nokkrar fyrirspurnir um það hvort framreiðslumenn (þjónar) séu skattskyldir samkvæmt lögum um virðisaukaskatt.
Samkvæmt verklagsreglum ríkisskattstjóra, dags. 24. nóvember 1980, sbr. og úrskurð ríkisskattanefndar nr. 86/1984, teljast laun framreiðslumanna, sem ekki eru eigendur að rekstrinum, til tekna skv. l. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, eftir að tillit hefur verið tekið til kostnaðar sem þeir mega draga frá launum, svo sem launagreiðslna sem þeir inna af hendi til aðstoðarfólks og nema.
Það leiðir af framansögðu að framreiðslumenn verða ekki taldir hafa með höndum sjálfstæða starfsemi í skilningi 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um virðisaukaskatt, enda séu þeir ekki eigendur að rekstrinum. Gildir þetta einnig þótt samningur framreiðslumanns við veitingamann sé nefndur verktakasamningur.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.