Dagsetning                       Tilvísun
22. júlí 1991                              312/91

 

Virðisaukaskattur – fréttarit.

Fjármálaráðuneytið hefur sent ríkisskattstjóra til afgreiðslu bréf yðar, dags. 21. febrúar 1990, þar sem þess er farið á leit að aðföng vegna útgáfu fréttarits stofnunarinnar verði undanþegin virðisaukaskatti.

Ríkisskattstjóri hefur nú gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi og fylgja þær hjálagðar.

Í leiðbeiningum ríkisskattstjóra (kafli 2.4) er sérstaklega fjallað um útgáfustarfsemi opinberra stofnana og vísast til þess sem þar segir. Sé opinber stofnun ekki skráningarskyld vegna útgáfustarfsemi sinnar er ekki um að ræða endurgreiðslu eða niðurfellingu virðisaukaskatts af útgáfukostnaði.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.