Dagsetning                       Tilvísun
4. nóvember. 1991                            357/91

 

Virðisaukaskattur – hljóðbækur.

Með bréfi yðar, dags. 29. október sl., er þess óskað að ríkisskattstjóri láti í ljós álit sitt á því hvort undanþáguákvæði 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga um virðisaukaskatt taki til sölu svonefndra hljóðbóka, þ.e. segulbandssnælda sem hafa að geyma upplestur á bókmenntaverki.

Ríkisskattstjóri telur ekki rétt að skýra sérreglu virðisaukaskattslaga um skattfrelsi bóka rýmra en orðalag ákvæðisins eftir venjubundinni merkingu veitir vísbendingu um. Samkvæmt því er það álit ríkisskattstjóra að ákvæðið verði eigi skýrt svo að það tæki til sölu svonefndra hljóðbóka.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.