Dagsetning Tilvísun
19. febrúar 1990 19/90
Virðisaukaskattur – listdans.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 22. október 1989, varðandi virðisaukaskatt. Í bréfi yðar er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi listdansara og segir í bréfinu að þeim sé komið á framfæri í tilefni sendinga frá embætti ríkisskattstjóra á eyðublöðum og upplýsingum um virðisaukaskatt.
Til svars erindinu skal tekið fram að í desember sl. varð sú breyting á lögum um virðisaukaskatt að starfsemi dansskóla er undanþegin virðisaukaskatti. Einnig er aðgangseyrir að listdanssýningum undanþeginn virðisaukaskatti, enda tengist sýningin ekki á neinn hátt virðisaukaskattsskyldu samkomuhaldi eða veitingastarfsemi.
Undanþágur þessar ná aðeins til sölu undanþeginna aðila en ekki til virðisaukaskatts (innskatts) af aðföngum til hinnar undanþegnu starfsemi.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.