Dagsetning                       Tilvísun
16. febrúar 1994                            617/94

 

Virðisaukaskattur mjólkurafurðarstöðva

Vísað er til bréfs yðar, dags. 14. febrúar 1994, þar sem spurt er um skatthlutfall á virðisaukaskattsskyldri sölu hráefna á milli mjólkurafurðastöðva.

Í bréfi yðar kemur fram, að mjólkurafurðastöðvar í landinu selja töluvert magn af óunnu/hálfunnu hráefni á milli sín. Hér er um að ræða óunna mjólk, undanrennu og rjóma sem flutt er á milli mjólkurstöðva í tönkum/tankbílum og fer til frekari vinnslu (gerilsneyðing/pökkun eða önnur vinnsla) á viðtökustað.

Til svars bréfi yðar skal tekið fram, að samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 554/1993 ber seljanda að innheimta 14% virðisaukaskatt af vissum mjólkurafurðum, sem flokkast undir tollskrárnúmer 0402.1000-0410.0000. Mjólk og rjómi, sem ekki hefur verið kjarnað eða bætt í sykur (tollskrárnúmer 0402.1000-0402.3000) ber 24,5% virðisaukaskatt. Mjólkurstöðvum ber því að innheimta 24,5% virðisaukaskatt við sölu á mjólk og rjóma, sem ekki hefur náð því vinnslustigi að flokkast undir þau tollskrárnúmer sem talin eru upp í 2. gr. reglugerðarinnar.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Vala Valtýsdóttir