Dagsetning Tilvísun
19. apríl 1993 469/93
Virðisaukaskattur – námskeið og kennslustarfsemi
Vísað er til bréfs yðar, dags. 24. nóv.1992, þar sem óskað álits ríkisskattstjóra hvort innheimta beri virðisaukaskatt af námskeiðum og þjónustu tengdri þeim.
Ríkisskattsstjóri hefur gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af námskeiðum og kennslustarfsemi. Í 2. kafla leiðbeininganna er fjallað um þau námskeið og kennslustarfsemi sem eru undanþegin virðisaukaskatti. Sérstaklega er bent á að endurmenntun og fagleg menntun sbr. lið 2.3 er undanþegin virðisaukaskatti ef kennslan miðar að því að viðhalda eða auka þekkingu eingöngu vegna atvinnu þátttakenda. Jafnframt er bent á að námskeið eða kennsla í skrifstofu- og stjórnunarfræðum sbr. lið 2.10 eru undanþegin virðisaukaskatti. Þó teljast námskeið sem haldin eru fyrir eitt eða fleiri fyrirtæki og ekki eru opin almenningi til ráðgjafarstarfsemi og eru því virðisaukaskattsskyld sbr. lið 3.5. Að öðru leyti er vísað til leiðbeininganna.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Jón Guðmundsson.
Hjálagt: Leiðbeiningar um virðisaukaskatt af námskeiðum og kennslustarfsemi.