Dagsetning                       Tilvísun
12. júlí 1993                            493/93

 

Virðisaukaskattur – notkun virðisaukabifreiðar

Vísað er til bréfs yðar, dags. 11. júlí 1993, þar sem óskað nánari skýringa ríkisskattstjóra á þeim reglum sem gilda um notkun virðisaukabifreiðar.

Fram kemur í bréfi yðar að U N hafi óskað eftir því að þér takið að yður akstur á áhöldum o.fl. til og frá mótsstað íþróttamóts og að bifreiðin verið notuð sem skrifstofuaðstaða á mótsstað meðan á íþróttamótinu stendur.

Sem svar við fyrirspurn yðar þá vill ríkisskattstjóri taka fram að sú sala sem um ræðir í bréfi yðar er virðisaukaskattsskyld. Ekkert er því til fyrirstöðu að þér seljið U þjónustu þá sem um ræðir í bréfi yðar og ber yður að innheimta virðisaukaskatt af sölunni.

Hjálagðar eru einnig leiðbeiningar ríkisskattstjóra um meðferð virðisaukaskatts af bifreiðum.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Jón Þrándur Stefánsson.

 

Hjálagt:           Leiðbeiningar um meðferð virðisaukaskatts af bifreiðum.