Dagsetning Tilvísun
6. maí 1994 628/94
Virðisaukaskattur – póstþjónusta
Vísað er til bréfs yðar, dags. 7. apríl sl., þar sem óskað er eftir áliti ríkiskattstjóra á því hvaða þjónusta sé undanþegin skv. 7. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988.
Í bréfinu er óskað álits á eftirfarandi:
- Hvort fyrirtæki sem reki póstþjónustu í því formi að taka að sér fjöldadreifingu á pósti án utnáskriftar sé skylt að innheimta virðisaukaskatt?
- Hvernig póstþjónusta sé skilgreind út frá virðisaukaskattsskyldu?
Samkvæmt 7. tölul. 3. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga er póstþjónusta undanþegin virðisaukaskattsskyldu. Með póstþjónustu er átt við þá þjónustu Póst- og símamálastofnunarinnar sem hún hefur einkarétt á, þ.e. söfnun, flutningur og útburður á lokuðum bréfapóstsendingum hvert svo sem innihald þeirra kann að vera og ýmsum öðrum lokuðum sendingum, sbr. 4. gr. póstlaga nr. 33/1986.
Önnur póstþjónusta en sú sem að framan greinir fellur ekki undir undanþáguákvæði 7. tölul. 3. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga.
Af framansögðu er ljóst að fjöldadreifing opinna ómerktra eða merktra póstsendinga er virðisaukaskattsskyld án tillits til þess hver afhendir slíka þjónustu.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir
Afrit sent Póst- og símamálastofnun.