Dagsetning                       Tilvísun
31. janúar 1992                            382/92

 

Virðisaukaskattur – ráðgjöf og fyrirlestrar um næringu og heilsu o.fl.

Með bréfi yðar, dags. 7. október 1991, er óskað álits ríkisskattstjóra á því hvort yður beri að innheimta virðisaukaskatt af sjálfstæðum atvinnurekstri sem felst í eftirfarandi:

  1. Fyrirlestrahald og ráðgjöf um næringu og heilsu fyrir starfsmenn og dvalargesti á heilsuhæli. Ráðgjöf um offitumeðferð og næringarráðgjöf fyrir sjúklingahópa á heilsuhæli.
  1. Fyrirlestur um næringarmál fyrir starfsmenn meðferðarheimilis fyrir þroskahefta.
  1. Úttekt á mötuneyti meðferðarheimilis fyrir þroskahefta.
  1. Önnur sambærileg störf.

Það er álit ríkisskattstjóra að ofangreind starfsemi sé virðisaukaskattsskyld, sbr. meginreglu 2. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt, enda virðist ekkert undanþáguákvæði laganna taka til hennar.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.