Dagsetning                       Tilvísun
28. ágúst 1995                            693/95

 

Virðisaukaskattur – rannsóknir

Vísað er til bréfs yðar sem barst embættinu 2. júní 1995. Í bréfinu eru lagðar fram tvær spurningar varðandi virðisaukaskattsskyldu tilraunastöðvarinnar.

Í bréfi yðar segir m.a.um þessar tvær spurningar:

“Dýralæknum er í mörgum tilvikum skylt að senda sýni til rannsóknar að Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, t.d. ef grunur er um alvarlegan smitsjúkdóm í dýrum eða alvarlega sýklamengun og ef leita þarf fúkalyfjaleifa í sláturafurðum svo dæmi séu tekin. Þetta er liður í almennu sjúkdóma- og heilbrigðiseftirliti hins opinbera með búfé og búfjárafurðum.”

“Frá einangrunarstöð ríkisins í Hrísey eru send saursýni úr hundum og köttum sem fluttir eru til landsins. Er þetta liður í eftirliti með dýrunum á meðan þau eru í einangrun áður en þeim er sleppt inn í landið.”

Þessar rannsóknir flokkast undir lögbundið heilbrigðiseftirlit sem er þjónusta við almannahagsmuni og eru því undanþegnar virðisaukaskatti.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Vala Valtýsdóttir