Dagsetning Tilvísun
16. nóv. 1990 169/90
Virðisaukaskattur – ritstjórn.
Með bréfi yðar, dags. 9. janúar 1990, óskið þér álits ríkisskattstjóra á því hvort starfsemi yðar sé skattskyld samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Í bréfi yðar kemur fram að þér fáið verktakagreiðslur sem ritstjóri tiltekins bókaflokks. Í bréfi yðar segir:
‘“Bókaflokkurinn er skipulagður sem tíu binda ritröð .Höfundar verksins eru um 50 talsins og felst starf ritstjóra í því að skipuleggja uppbyggingu bókaflokksins og einstakra binda, yfirfara skrif höfundanna með tilliti til efnisuppbyggingar og framsetningar, samræma þau, skrifa innganga að einstökum ritgerðum og formála að bindunum, semja tilvísana- og heimildaskrár, nafna- og atriðisorðaskrár. Þetta eru störf sem höfundur vinnur að jafnaði einn ef hann stendur einn að gerð bókar en þar sem um safnverk er að ræða er sérstakur maður fenginn til starfans. Sem skipuleggjandi ritverksins á ritstjóri höfundarétt líkt og einstakir höfundar bókaflokksins.“
Til svars erindinu skal tekið fram að starfsemi rithöfunda er undanþegin virðisaukaskatti, sbr. 12. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt.
Samkvæmt l. mgr. 6. gr. höfundalaga nr. 73/1972 nýtur sá sem safnverk gerir höfundaréttar að því, enda teljist safnverkið í sjálfu sér til bókmennta eða lista. Að áliti ríkisskattstjóra tekur orðalagið „starfsemi rithöfunda“ , sbr. áðurgreint undanþáguákvæði, til þeirrar starfsemi að gera safnverk af því tagi sem um ræðir í þessu ákvæði höfundalaga.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.