Dagsetning                       Tilvísun
2. sept. 1993                            527/93

 

Virðisaukaskattur – sala á heitu vatni

Vísað er til bréfs yðar, dags. 15. júlí 1993, þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra hvernig skuli fara með sölu á heitu vatni til hitunar íbúðarhúss og sölu á heitu vatni til búreksturs þegar ekki er til staðar sérstakur mælir til að mæla notkun eingöngu vegna hitunar íbúðarhúss.

Í bréfi yðar kemur einnig fram að ekki hafi verið unnt að setja upp sérstakan mæli til að mæla heitavatnsnotkun íbúðarhúss og spurt er hvort seljanda sé heimilt að áætla not á heitu vatni þar til mælir hefur verið settur upp.

Með e-lið 1. mgr. 48. gr. laga nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum, var felld niður undanþága virðisaukaskatts á sölu á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns. Jafnframt, með vísan til 7. tl. 2. mgr. 50. gr. áðurnefndra laga, er lagður l4 % virðisaukaskattur, frá og með 1. janúar 1993, á sölu á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns.

Með vísan til áðurnefndra laga ber seljanda að innheimta 14% virðisaukaskatt af sölu á heitu vatni til hitunar húsa og laugarvatns og 24,5% virðisaukaskatt af annarri heitavatnssölu.

Sé seljanda ekki unnt að sína fram á heitavatnsnotkun til hitunar íbúðarhúsnæðis tiltekins kaupanda, með mæli, þ.e. vegna sölu með 14% virðisaukaskatti, ber seljanda að áliti ríkisskattstjóra að áætla vatnsnot til húshitunar ríflega uns mælir hefur verið settur upp.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Grétar Jónasson.