Dagsetning                       Tilvísun
22. feb. 1991                            249/91

 

Virðisaukaskattur – sala fræðslumyndbands.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 15. febrúar sl., þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort sala fræðslumyndbands um grasrækt sé virðisaukaskattsskyld starfsemi.

Samkvæmt lögum um virðisaukaskatt nær skattskylda til allrar vöru og verðmæta, vinnu og þjónustu sem ekki er sérstaklega undanþegin. Sala eða afhending myndbanda í atvinnuskyni felur í sér skyldu til að innheimta og skila virðisaukaskatti, enda er slík starfsemi ekki sérstaklega undanþegin. Ríkisskattstjóri hefur ekki lagaheimild til að undanþiggja vörur eða verðmæti skattskyldu.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.