Dagsetning Tilvísun
27. sep. 1990 137/90
Virðisaukaskattur – sjónvarpsþýðingar.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 17. janúar 1990, þar sem óskað er eftir „skriflegri staðfestingu ríkisskattstjóra á því að þýðingar fyrir sjónvarp sé starfsemi sem undanþegin sé virðisaukaskatti …“
Að áliti ríkisskattstjóra er þýðing á efni til flutnings í sjónvarpi almennt undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt. Ekki skiptir máli hvort um er að ræða þýðingu á listrænu efni, fræðsluefni eða léttmeti. Ekki skiptir heldur máli hvort þýðandi er félagi í Rithöfundasambandi Íslands eða ekki.
Það leiðir af undanþágunni að þýðandi innheimtir ekki virðisaukaskatt af þóknun fyrir þýðingarvinnu sína og hann hefur engan rétt til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa aðfanga til þessarar starfsemi sinnar.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.