Dagsetning Tilvísun
31. des. 1992 436/92
Virðisaukaskattur – skilamáti tveir eða sex mánuðir.
Með bréfi yðar, dags. 17. júlí 1991, er lýst þeirri skoðun að Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins skuli skila virðisaukaskattsskýrslu á 6 mánaða fresti. Bent er á í bréfi yðar að í kjölfar stofnunar fyrirtækisins H hafi skilgreiningu allra deild Skógræktar ríkisins verið breytt þannig að virðisaukaskattsskil urðu á sex mánaða fresti í stað tveggja áður.
Til svars erindinu skal tekið fram að skv. 31. gr. laga um virðisaukaskatt skulu skráningarskyldir aðilar, sem stunda landbúnað, skila virðisaukaskattsskýrslu tvisvar á ári. Skv. 30. gr. laga um virðisaukaskatt telst starfsemi sú sem fellur undir flokk 0 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands vera landbúnaður.
Í bréfi yðar kemur fram að sú virðisaukaskattsskylda starfsemi sem Rannsóknarstöðin hefur með höndum sé eingöngu fólgin í kaupum og sölu á trjáfræi. Ekki verður séð að umrædd starfsemi falli undir flokk 0 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands.
Samkvæmt þessu ber Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að skila virðisaukaskattsskýrslu á reglulegum skiladögum, þ. e. sex sinnum á ári.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir.