Dagsetning                       Tilvísun
7. maí 1990                              66/90

 

Virðisaukaskattur – stefnuvottar.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 22. janúar sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort stefnuvottar skuli innheimta virðisaukaskatt af þóknun sinni fyrir stefnubirtingu.

Samkvæmt l. mgr. 89. gr. laga nr. 85/1936, um meðferð einkamála í héraði, er birting stefnu því aðeins lögmæt að annað hvort tveir stefnuvottar eða notarius publicus annist birtingu. Í sama lagaákvæði segir að héraðsdómari skuli skipa a.m.k. tvo menn í hverjum hreppi eða kaupstað til að birta dómstefnur og aðrar tilkynningar.

Að áliti ríkisskattstjóra er þóknun stefnuvotta fyrir að rita vottorð um birtingu sambærileg dómsmálagjöldum sem greidd eru í ríkissjóð vegna reksturs dómsmála. Sú gjaldtaka ríkisins er ekki virðisaukaskattsskyld og verður að telja að það sama gildi um starfsemi stefnuvotta.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.