Dagsetning Tilvísun
28. júní 1993 491/93
Virðisaukaskattur – tekjuskráning blaða og tímarita
Vísað er til bréfs yðar, dags. 23. apríl 1993, þar sem óskað er eftir upplýsingum ríkisskattstjóra um virðisaukaskattsskyldu vegna útgáfu blaðs á vegum stjórnmálaflokks og hvernig beri að haga innheimtu 14 % virðisaukaskatts frá og með 1. júlí 1993.
Sem svar við fyrirspurn yðar varðandi virðisaukaskattsskyldu sendast yður hér með leiðbeiningar ríkisskattstjóra um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi. Til viðbótar þessum leiðbeiningum skal bent á að með vísan til 50. gr. og 62. gr. laga nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum, verður lagður 14% virðisaukaskattur á sölu tímarita, dagblaða og landsmála- og héraðsfréttablaða frá og með 1. júlí 1993. Fram að þeim tíma bera slík blöð „núllskatt“ þ.e. þau eru undanþegin skattskyldri veltu. Einnig sendast yður hér með leiðbeiningar ríkisskattsstjóra um tekjuskráningu vegna blaða og tímarita.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Jón Þrándur Stefánsson.
Hjálagt: Leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi.
Leiðbeiningar um tekjuskráningu vegna blaða og tímarita.