Dagsetning                       Tilvísun
22. júní 1992                            415/92

 

Virðisaukaskattur þegar afhendingarstaður vöru er erlendis.

Með bréfi yðar, dags. 20. september sl., er óskað álits ríkisskattstjóra á því hvort sala íslensks umboðsmanns á vél í skip, sem er í smíðum erlendis fyrir íslenskan útgerðarmann, skuli bera virðisaukaskatt eða ekki. Vélin er send beint frá erlendum framleiðanda til skipasmíðastöðvarinnar, en útgerðarmaður (kaupandi vélarinnar) greiðir kaupverð hennar samkvæmt reikningi frá hinum íslenska umboðsmanni.

Sé söluhlutur afhentur erlendis er ekki um að ræða viðskipti sem teljast til skattskyldrar veltu samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Afhending erlendis kann hins vegar að leiða til þess að seljandi teljist skyldur til að innheimta og skila virðisaukaskatti samkvæmt lögum þess lands þar sem afhending fer fram.

 

Virðingarfyllst,

f h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.