Dagsetning                       Tilvísun
6. nóv. 1990                             159/90

 

Virðisaukaskattur – þjónusta tollvörugeymslu.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 20. febrúar 1990, þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort innheimta skuli virðisaukaskatt af starfsemi tollvörugeymslu, en starfsemi þessari er lýst svo:

  1. Útleiga á húsnæði til geymslu á ótollafgreiddum vörum

a) afmarka á geymslurými,
b) í hillum,
c) svæði undir gáma.

  1. Seld ýmis þjónusta í tenglum við inn og útflutning. Virðisaukaskattur er innheimtur í tengslum við þennan þátt.

Um 1. lið: Hvorki kemur fram í bréfi yðar hvaða yfirráð viðskiptamenn yðar hafa yfir umræddu húsnæði né hvernig endurgjaldi er hagað. Að svo stöddu verður því að svara þessum lið fyrirspurnarinnar með þeim almenna hætti að geymsluþjónusta er virðisaukaskattsskyld en fasteignaleiga er undanþegin virðisaukaskatti, sbr. 3. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga.

Um 2. lið: Það er meginregla laga um virðisaukaskatt að öll þjónusta er skattskyld nema hún sé sérstaklega undanþegin með beinum hætti. Lýsing þeirrar þjónustu sem hér um ræðir er of óljós til að hægt sé að láta í ljós álit á því hvort hún kunni að falla undir eitthvert undanþáguákvæði laga um virðisaukaskatt.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Ólafur Ólafsson.