Dagsetning Tilvísun
24. september 1992 426/92
Virðisaukaskattur – Þjónusta verktaka við heilsurækt.
Með bréfi yðar, dags. 10. júlí 1991, er leitað álits ríkisskattstjóra á því hvort undanþáguákvæði l. tölul. 3. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga taki til (1) sjúkranuddara sem starfa sem verktakar á sjúkranuddstofum og (2) aðstoðarfólks sem starfar sem verktakar við bakstra, teygjur o.fl.
Eins og fram kemur í meðfylgjandi bréfi ríkisskattstjóra til S, dags.19. febrúar 1990, er litið svo á að þjónusta löggiltra sjúkranuddara, sem veitt er einstaklingum á grundvelli tilvísunar frá lækni og/eða greidd af Tryggingastofnun ríkisins eða sjúkrasamlagi að hluta eða að fullu, sé undanþegin virðisaukaskatti skv. l. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt.
Ríkisskattstjóra túlkar undanþáguákvæði l. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna með hliðsjón af 4. mgr. sömu greinar þannig að ákvæðið taki aðeins til þjónustu sem látin er endanlegum neytanda í té, þ.e. þeim sem nýtur heilbrigðisþjónustunnar, en ekki til aðfanga þess sem veitir slíka þjónustu. Því ber sjálfstætt starfandi aðilum í heilbrigðisstétt að innheimta virðisaukaskatt við sölu vinnu og þjónustu til þeirra sem hafa með höndum starfsemi er fellar undir l. tölul. Sama gildir um aðila sem ekki verða felldir í flokk heilbrigðisstétta, t.d. aðstoðarfólk af ýmsu tagi.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkiskattstjóra
Vala Valtýsdóttir.