Dagsetning                       Tilvísun
31. des. 1992                            439/92

 

Virðisaukaskattur – þýðingar.

Með bréfi yðar, dags. 10.október 1992, er óskað álits ríkisskattstjóra á því hvort greiða beri virðisaukaskatt vegna þýðinga á CENELEC-stöðlum til útgáfu í handbók fyrir rafvirkja og rafverktaka. Einnig er spurt hvort heimilt sé að telja virðisaukaskatt af þýðingum til innskatts ef þýðingarnar eru skattskyldar.

Til svars erindinu fylgir hér hjálagt bréf ríkisskattstjóra nr. 126/90 um þýðingar o.fl. Sérstaklega er vísað til III. kafla áðurnefnds bréf sem svar við fyrirspurn yðar. Með hliðsjón af framansögðu er það álit ríkisskattstjóra að þýðing áðurnefnda staðla sé skattskyld starfsemi og beri því að innheimta virðisaukaskatt vegna þýðinganna.

Varðandi innskattsfrádrátt vegna þýðingarstarfseminnar vísast til hjálagðra leiðbeininga um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Vala Valtýsdóttir.

 

Hjálagt:           Bréf ríkisskattstjóra nr. 126/90.

Leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi.