Dagsetning Tilvísun
22. feb. 1991 251/91
Virðisaukaskattur – tímarit.
Með bréfi yðar, dags. 27. nóvember sl., er óskað álits ríkisskattstjóra á því hvernig fara skuli með virðisaukaskatt vegna eftirfarandi starfsemi: Félagið hefur um 10 ára skeið gefið út úrklippuefni úr dagblöðum, tímaritum og landsmálablöðum. Nú hyggst félagið hefja sambærilega útgáfu á efni ljósvakamiðla. Handrit verða unnin úr upptökum af fréttum og samantektir um menn og málefni seld, ýmist í áskrift eða lausasölu.
Samkvæmt bréfi fjármálaráðuneytisins frá 24. maí 1984 var útgáfa úrklippuefnis úr dagblöðum, tímaritum og landsmálablöðum talin útgáfa tímarits. Sama regla hefur verið látin gilda í virðisaukaskatti. Að áliti ríkisskattstjóra er eðlilegt að sambærileg útgáfa á efni ljósvakamiðla sé sömuleiðis talin tímarit. Sala tímarita er undanþegin skattskyldri veltu skráðs aðila, sbr. 9. tölul. l. mgr. 12. gr. virðisaukaskattslaga.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.