Dagsetning Tilvísun
22. feb. 1991 246/91
Virðisaukaskattur – trjárækt.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 21. nóvember 1994, þar sem óskað er endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna trjáræktar sem stunduð er á 5 hekturum lands á Suðurlandi. Segir í bréfinu að gert sé ráð fyrir að afurðir skili tekjum að 20 til 30 árum liðnum.
Allir sem í atvinnuskyni selja vörur eða skattskylda þjónustu fyrir meira en 172.300 kr á ári (miðað við byggingarvísitölu l. janúar 1991) eiga að innheimta virðisaukaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð. Þeir aðilar geta dregið frá virðisaukaskatt vegna kaupa á aðföngum til nota í rekstrinum. Þeir, sem ekki hafa með höndum skattskylda starfsemi, fá ekki endurgreiddan virðisaukaskatt af aðföngum, t.d. vegna tómstundastarfs síns. Við mat þess hvort um atvinnustarfsemi er að ræða er aðallega miðað við hvort tilgangur starfseminnar sé að skila hagnaði af rekstri eða ekki. Starfsemi telst ekki í atvinnuskyni ef samtals tekjur af henni eru alltaf eða nær alltaf lægri en kostnaður við aðföng sem keypt eru með virðisaukaskatti til starfseminnar.
Af því sem fram kemur í bréfi yðar verður að áliti ríkisskattstjóra ekki talið að skógrækt yðar sé í atvinnuskyni í þeim skilningi sem að ofan er rakinn. Samkvæmt því er ekki fært að verða við erindi yðar.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.