Dagsetning Tilvísun
15. október 1993 558/93
Virðisaukaskattur – umboðssala blaða og tímarita
Vísað er til bréfs yðar, dags 1. október sl.; þar sem þess er óskað að settar verði fastmátaðar reglur um skilagreinar og reikningsuppgjör vegna umboðssölu verslana á blöðum og tímaritum.
Sem svar við beiðni yðar vill ríkisskattstjóri taka fram að embættið hefur gefið út leiðbeiningar vegna sölu blaða og tímarita, dags.14. október 1993, þar sem m.a. er fjallað um umboðssölu og uppgjör virðisaukaskatts vegna sölu blaða og tímarita. Leiðbeiningar þessar fylgja hér hjálagt.
Í II. kafla reglugerðar nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattskyldra aðila, er jafnframt að finna nánari reglur um útgáfu sölureikninga o.fl.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Jón Þrándur Stefánsson
Hjálagt:
Leiðbeiningar um virðisaukaskatts vegna sölu blaða og tímarita.
Reglugerð nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.