Dagsetning Tilvísun
10. september 1993 531/93
Virðisaukaskattur – umferðaröryggisgjald
Vísað er til bréfa yðar, dags. 6. janúar 1993 og bréfs yðar með sömu dagssetningu sem móttekið var hjá embættinu þann 29. júní, þar sem spurt er hvort B. beri að innheimta virðisaukaskatt í tengslum við innheimtu umferðaröryggisgjalds.
Sem svar við fyrirspurn yðar sendist yður hér með afrit af bréfi fjármálaráðuneytis til dómsmálaráðuneytis, dags. 8. febrúar 1993, þar sem fram kemur að áliti fjármálaráðuneytis beri ekki að innheimta virðisaukaskatt af umferðaröryggisgjaldi.
Beðist er velvirðingar á þeim drætti sem orðið hefur að svara fyrirspurn yðar.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Bjarnfreður Ólafsson.
Hjálagt: Bréf fjármálaráðuneytis til dómsmálaráðuneytis, dags. 8. febrúar 1993.