Dagsetning                       Tilvísun
22. júlí 1991                             322/91

 

Virðisaukaskattur – útgáfa fræðslurits.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 22. júlí sl., þar sem leitað er álits ríkisskattstjóra á því hvernig skuli fara með virðisaukaskatt af sölu V, sem fyrirtæki yðar hefur gefið út.

Ríkisskattstjóri hefur gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi. Fylgja þær hjálagðar.

Að áliti ríkisskattstjóra tekur 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga um virðisaukaskatt til sölu almenns upplýsingarits af því tagi sem hér um ræðir. Þetta ákvæði hefur þá þýðingu að skráður aðili innheimtir ekki virðisaukaskatt af sölu eða afhendingu rits sem fellur undir ákvæðið en er heimilt að draga frá sem innskatt virðisaukaskatt af aðföngum er varða söluna.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.