Dagsetning                       Tilvísun
22. júlí 1991                            320/91

 

Virðisaukaskattur – útgáfa fréttarits.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 2. nóvember 1990, þar sem leitað er álits ríkiskattstjóra á því hvort félagið fái endurgreiddan virðisaukaskatt af útgáfukostnaði fréttarits sem það gefur út. Fram kemur að ritið er sent félagsmönnum án endurgjalds og að tilgangur útgáfunnar sé að veita þeim upplýsingar um félagsstarfið og fræðslu. Auglýsingar eru birtar í ritinu en ekki kemur fram í bréfi yðar hvort tekjur þar af standi undir útgáfukostnaði.

Ríkisskattstjóri hefur nú gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi. Fylgja þær hjálagðar.

Í kafla 2.3 í leiðbeiningunum er fjallað um skráningarskyldu vegna varanlegrar og reglulegrar útgáfustarfsemi félagasamtaka. Vísast til þess sem þar segir um úrlausn þess atriðis hvort félagið sé skráningarskylt vegna útgáfunnar.

Það er álit ríkisskattstjóra að séu sölutekjur og tekjur af auglýsingum í fréttariti yðar lægri en útgáfukostnaður geti útgáfa þess ekki talist skráningarskyld starfsemi. Byggist þetta á því að útgáfa ritsins virðist þáttur í almennri starfsemi félagsins og að ekki verður séð að sérstök sjónarmið um útgáfustarfsemi félagasamtaka, sem rakin eru í leiðbeiningum ríkisskattstjóra (kafli 2.3, aliður), eigi við um útgáfuna.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.