Dagsetning Tilvísun
22. júlí 1991 290/91
Virðisaukaskattur – útgáfustarfsemi.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 15. febrúar 1991, þar sem leitað er álits ríkisskattstjóra á því hvort innheimta skuli virðisaukaskatt af sölu kosningahandbókar.
Til svars erindinu vísast til meðfylgjandi leiðbeininga um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi sem ríkisskattstjóri hefur gefið út.
Í 4. kafla leiðbeininganna er fjallað um þau rit sem undanþága 9. og 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga um virðisaukaskatt tekur til. Það er álit ríkisskattstjóra að kosningahandbók af því tagi er fyrirspurn yðar varðar geti ekki talist bók í skilningi l0. tölul. l. mgr. 12. gr., heldur sé um að ræða prentvarning af því tagi sem fjallað er um í kafla 4.3 í leiðbeiningunum.
Samkvæmt því lítur ríkisskattstjóri svo á að innheimta beri virðisaukaskatt af söluandvirði umræddrar handbókar.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra;
Ólafur Ólafsson.