Dagsetning Tilvísun
28. sept. 1991 353/91
Virðisaukaskattur – útgáfustarfsemi.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 10. október sl., þar sem leitað er álits ríkisskattstjóra á því hvernig fara skuli með virðisaukaskatt af sölu J sem þér undirbúið útgáfu á. Ritið er alls fjórtán blaðsíður með krítarteikningum ásamt kvæðum.
Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er ritið ekki ætlað sérstaklega til notkunar á ákveðnu ári og er það því ekki dagatal í venjulegri merkingu þess orðs. Virðist 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga um virðisaukaskatt taka til sölu ritsins og sala þess þannig undanþegin skattskyldri veltu hjá skráðum seljanda.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.