Dagsetning                       Tilvísun
22. júlí 1991                             293/91

 

Virðisaukaskattur – útgáfustarfsemi.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 18. janúar 1991, þar sem leitað er álits ríkisskattstjóra á því hvort ritið H teljist tímarit í skilningi 9. tölul. l. mgr. 12. gr. laga um virðisaukaskatt þótt það komi aðeins út einu sinni á ári. Fram kemur að ritið hefur verið gefið út undir þessu nafni í 30 ár.

Með hliðsjón af efni H og samfelldri útgáfu þess í 30 ár fellst ríkisskattstjóri á það sjónarmið yðar að H sé tímarit í skilningi fyrrgreinds lagaákvæðis. Til fróðleiks skal þess getið að frá og með 1. september 1990 hafa sömu reglur og gilda um tímarit einnig gilt um virðisaukaskatt af bókum á íslenskri tungu.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.