Dagsetning Tilvísun
22. júlí 1991 305/91
Virðisaukaskattur – útgáfustarfsemi.
Vísað er til erindis yðar, dags. 18. október 1990, þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort yður beri að innheimta virðisaukaskatt af sölu auglýsinga í blað sem ætlað er til kynningar á félagsskap yðar og fjáröflunar til líknarmála.
Ríkisskattstjóri hefur nú gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi. Fylgja þær hjálagðar.
Eins og útgáfustarfsemi yðar er lýst er það álit ríkisskattstjóra að hún sé skráningarskyld, sbr. kafla 2.3, b-lið, í nefndum leiðbeiningum. Þó er starfsemin ekki skráningarskyld ef samtals tekjur af sölu skattskyldrar vöru og þjónustu, þ.m.t. tekjur af auglýsingum og sölu ritsins, eru lægri en 172.300 kr. á ári (miðað við byggingarvísitölu l. janúar 1991).
Skráning veldur því að útgefanda ber að innheimta virðisaukaskatt af sölu auglýsinga. Hann hefur jafnframt rétt til frádráttar innskatts eftir því sem nánar segir í kafla 5.1 í leiðbeiningunum.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.