Dagsetning Tilvísun
22. júlí 1991 309/91
Virðisaukaskattur – útgáfustarfsemi.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 6. júní 1991, þar sem óskað er endurgreiðslu virðisaukaskatts af fræðsluefni og fréttariti og tímaritinu F sem L gefa út. Fram kemur í gögnum sem fylgja erindi yðar að I eru almenn félagasamtök með það að markmiði að þjálfa félagsmenn sína í félagsstörfum og framkomu. Í því skyni hafa samtökin látið útbúa fyrir félagsmenn sína handbók, ræðuleiðbeiningar, vinnubók og leiðbeiningar um hæfnismat.
Ríkisskattstjóri hefur gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi. Fylgja þær hjálagðar. Eins og þar kemur fram fæst virðisaukaskattur af kostnaði við útgáfu blaða, bóka og annars prentaðs máls ekki endurgreiddur nema útgefandi sé skráningarskyldur samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Meginskilyrði þess að útgefandi sé skráningarskyldur er að um sé að ræða útgáfustarfsemi i atvinnuskyni.
Að áliti ríkisskattstjóra getur útgáfustarfsemi L ekki talist skráningarskyld starfsemi, enda virðist útgáfan þáttur í almennri starfsemi samtakanna og ekki í sérstöku fjáröflunarskyni. Sérstök sjónarmið um útgáfustarfsemi félagasamtaka, sem rakin eru í leiðbeiningunum (kafla 2.3, a-lið), eiga að áliti ríkisskattstjóra ekki við útgáfurit I.
Samkvæmt framansögðu getur ekki komið til endurgreiðslu virðisaukaskatts af útgefnum ritum I
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.