Dagsetning Tilvísun
22. júlí 1991 301/91
Virðisaukaskattur – útgáfustarfsemi menntaskóla.
VÍsað er til bréfs yðar, dags. 20. desember 1990, þar sem leitað er leiðbeininga ríkisskattstjóra um meðferð virðisaukaskatts af útgáfu menntaskólans á kennslubók og námsvísi.
Ríkisskattstjóri hefur gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi og fylgja þær hjálagðar.
Eins og fram kemur í kafla 2.4 í leiðbeiningunum lítur ríkisskattstjóri svo á að opinberir aðilar séu skráningarskyldir vegna útgáfustarfsemi sinnar, sem er í samkeppni við atvinnufyrirtæki, ef hagnaður er af útgáfunni, þ.e. þegar tekjur af sölu og af auglýsingasölu er almennt hærri en kostnaður við aðföng sem keypt eru með virðisaukaskatti vegna útgáfunnar, enda nemi tekjur a.m.k. 172.300 kr. á ári (miðað við byggingarvísitölu 1. janúar 1991).
Skráning leiðir til þess að skylt er að innheimta og skila virðisaukaskatti af auglýsingasölu og fæst þá jafnframt endurgreiddur (frádreginn) sá virðisaukaskattur sem aðill greiðir vegna prentunar og annars beins útgáfukostnaðar. Sé aðili ekki skráningarskyldur hefur hann ekki rétt til endurgreiðslu virðisaukaskatts (innskatts) af útgáfukostnaði.
Kennslubókaútgáfa skóla verður að áliti ríkisskattstjóra að teljast í samkeppni við atvinnufyrirtæki og er því skráningarskyld ef skilyrðið um hagnað af útgáfu er uppfyllt.
Útgáfa á námsvísi skóla, sem ekki er afhentur nemendum og öðrum gegn sérstöku endurgjaldi, getur að áliti ríkisskattstjóra ekki talist í samkeppni við atvinnufyrirtæki heldur er hann þáttur í almennri starfsemi skólans. Öðru máli gegnir þó ef útgefandi (skóli) hefur sérstakar tekjur af sölu hans eða sölu auglýsinga og þær tekjur nema a.m.k. útgáfukostnaði með virðisaukaskatti. Athygli skal vakin á því að undanþáguákvæði í lögum um virðisaukaskatt um sölu bóka og tímarita taka að áliti ríkisskattstjóra ekki til námsvísa og kennsluáætlana skóla. Því skal – ef skráning heildarandvirði afhentra eintaka.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.