Dagsetning                       Tilvísun
22. júlí 1991                             292/91

 

Virðisaukaskattur – útgáfustarfsemi óskráðra aðila.

Með bréfum yðar, dags. 16. janúar og 2. október 1990, er vakin athygli á því að mjög mikið sé um að ýmis félagasamtök, svo sem skólafélög, íþróttafélög og góðgerðarfélög, gefi út blöð, bæklinga eða fréttabréf, sem dreift er ókeypis til meðlima, án þess að vera með skráðan rekstur. Því fái þau ekki virðisaukaskatt af útgáfukostnaði frádreginn sem innskatt. Er því beint til ríkisskattstjóra að hann hlutist til um að „… þessi viðskipti verði auðvelduð þannig að engin útgáfa með íslenskum texta þurfi að bera virðisaukaskatt“.

Ríkisskattstjóri hefur gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi. Fylgja þær hjálagðar. Í 2. kafla leiðbeininganna er fjallað um það hvenær útgefanda sé rétt og skylt að tilkynna starfsemi sína til skráningar hjá skattstjóra og í kafla 2.3 er sérstaklega fjallað um útgáfustarfsemi félagasamtaka af því tagi er um ræðir í bréfi yðar. Athygli yðar skal sérstaklega vakin á því að í sumum tilvikum gæti þeim aðilum sem þér ræðið um í bréfi yðar verið skylt að skrá útgáfuna. Að öðru leyti vísast til leiðbeininganna.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.