Dagsetning                       Tilvísun
28. desember 1993                            606/93

 

Virðisaukaskattur vegna bráðabirgðatollafgreiðslna

Vísað er til bréfs yðar, dags. 28. júní 1993, þar sem óskað er staðfestingar á því að farmflytjandi fái frádreginn sem innskatt þann virðisaukaskatt sem hann hefur greitt vegna áfallins kostnaðar af „neyðarleyfum“.

Í bréfi yðar kemur fram að E leysti til sín „neyðarleyfi“ frá Tollstjóra, sem gefin höfðu verið út vegna M, en það fyrirtæki varð síðar gjaldþrota og lenti kostnaður vegna „neyðarleyfanna“ því á E. Í þeim kostnaði var virðisaukaskattur samtals að upphæð kr. 3.866.373.

Með „neyðarleyfum“ er átt við bráðabirgðatollafgreiðslu skv. 21. gr. tollalaga nr. 55/1987, sbr. reglug. nr. 64/1991. Virðisaukaskattsskyldur kostnaður farmflytjenda vegna „neyðarleyfa“ er frádráttarbær skv. almennri reglu 1. mgr. 16. gr. virðisauka-skattslaga.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Bjarnfreður Ólafsson