Dagsetning                       Tilvísun
22. feb. 1991                            248/91

 

Virðisaukaskattur vegna greinarskrifa og teikninga.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 16. febrúar 1990, þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra hvort greiða skuli virðisaukaskatt í eftirfarandi tilvikum:

  1. Vegna greinarskrifa í tímarit.
  1. Vegna kaupa á teikningum við greinar í tímarit.

Til svars erindinu skal eftirfarandi tekið fram:

Um 1. lið:

Starfsemi rithöfunda er undanþegin virðisaukaskatti, sbr. 12. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt. Sú starfsemi að rita grein í blað eða tímarit gegn gjaldi fellur hér undir.

Um 2. lið:

Sala listamanna á eigin myndskreytingum og teikningum til notkunar sem ritstjórnarefni í dagblaði eða tímariti er undanþegin virðisaukaskatti, sbr. 2. tölul. 4. gr. laga um virðisaukaskatt. Sé birtingarréttur framseldur eingöngu, þ.e. þegar ekki er um að ræða eiginlega sölu á listaverki, er salan undanþegin á grundvelli 12. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna. Skilyrði samkvæmt báðum þessum ákvæðum er að um sé að ræða eigin verk seljanda, að öllu leyti gert í höndum, og að ekki sé um að ræða auglýsingateikningu. Að öðru leyti vísast til bréfs ríkisskattstjóra frá 8. maí sl. sem hjálagt fylgir til fróðleiks.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.