Dagsetning                       Tilvísun
22. febr 1993                            455/93

 

Virðisaukaskattur vegna hjálpar eða björgunar.

Vísað er til bréfs yðar dags.1.október.1991, þar sem óskað er eftir áliti ríkisskattstjóra á því hvort hjálp og björgun fiskiskipa við önnur fiskiskip á miðunum sé virðisaukaskattskyld.

Skattskylda samkvæmt lögum um virðisaukaskatt nær til allrar vinnu og þjónustu , hverju nafni sem nefnist, nema þjónustan sé sérstaklega undanþegin. Það er álit ríkisskattstjóra að ekkert af þeim undanþáguákvæðum er 3. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga nefnir eigi við um skip. Þannig ber bjargendum skipa, sem taka þóknun fyrir þjónustu sína, að innheimta og skila virðisaukaskatti.

Ríkisskattstjóri getur ekki litið svo á að björgunarstörf Landhelgisgæslu Íslands séu unnin í „samkeppni við atvinnufyrirtæki “ eins og skilyrði er skv. 4. tl. 1.mgr. 3. gr. laganna til að sú stofnun teljist skattsskyld vegna þeirra.

 

Virðingarfyllst ,

f.h. ríkisskattstjóra.

Vala Valtýsdóttir.