Dagsetning Tilvísun
24. nóv. 1992 431/92
Virðisaukaskattur vegna sameiginlegs kostnaðar við atvinnuhúsnæði.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 2. maí 1990 og símtals við A 10. nóv. 1992. Í bréfinu er leitað umsagnar ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskatt og fyrirkomulag hans hjá eigendum verslunarmiðstöðvarinnar.
Í bréf yðar kemur fram að B samanstendur af 24 plássum sem eru í eigu verslunar- og þjónustuaðila og kostnað vegna sameignar, s. s. húsvörslu, ræstingu, viðhalds og fleira greiða eigendur í hlutfalli við eignarhlut. Einnig kemur fram að það fyrirkomulag sem notað hefur verið gerði eigendum ekki kleift að njóta innskattsfrádráttar af þessum sameiginlega kostnaði.
Til svars erindinu skal tekið fram sbr. l. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 50/l988, um virðisaukaskatt, að skylda til að innheimta og standa skil á virðisaukaskatti hvílir á öllum þeim sem í atvinnuskyni eða með sjálfstæðri starfsemi sinni inna af hendi skattskylda vinnu eða þjónustu. Í skilningi laganna má telja húsfélagið virðisaukaskattskyldan aðila enda innir það af hendi þjónustu til handa fyrirtækjum í B. C ætti því að tilkynna skattstjóra starfsemi sína og leggja virðisaukaskatt á þann kostnað sem það gerir reikning fyrir og fá innskatt af aðföngum sem um ræðir.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstóra,
Vala Valtýsdóttir.