Dagsetning Tilvísun
6. nóv. 1990 165/90
Virðisaukaskattur – verktakar eða launamenn.
Með bréfi yðar, dags. 26. júní 1994, óskið þér eftir því við ríkisskattstjóra að embættið láti yður í té greinargerð sem taki af öll vafaatriði um hvenær dagskrárgerðarfólk í útvarpi og sjónvarpi eigi að innheimta virðisaukaskatt þegar það fær þóknun sína greidda sem verktakar þó svo það leggi ekkert til við þáttagerð nema eigin vinnu.
Til svars erindinu sendist yður ljósrit af bréfum ríkisskattstjóra til ríkisútvarpsins, dags. 22. jan. 1988 og 29. jan. 1990. Oftast er ljóst af samningi aðila hvort um er að ræða greiðslu launa eða þóknun til verktaka. Í bréfunum eru settar fram viðmiðunarreglur til að nota þegar álitamál er um þetta atriði.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.