Dagsetning                       Tilvísun
22. júní 1992                            416/92

 

Virðisaukaskattur – Viðhald skips sem hefur verið afskráð úr skipaskrá.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 31. október sl., þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort greiða eigi virðisaukaskatt vegna vinnu og efnis sem notað er til viðhalds dráttarbáts er hefur verið afskráður úr skipaskrá vegna notkunarleysis, en eigandi hyggst varðveita til framtíðar vegna minjagildis.

Samkvæmt 7. tölul. l. mgr. 12. gr. laga um virðisaukaskatt er viðgerðar- og viðhaldsvinna við skip og fastan útbúnað þeirra undanþegin skattskyldri veltu. Fram kemur í greinargerð með frumvarpi til virðisaukaskattslaga að tilgangur ákvæðisins sé fyrst og fremst sá að tryggja að fullu samkeppnisstöðu þeirra, sem viðgerðarvinnu stunda, gagnvart útlendingum. Með vísan til þessarar skýringar telur ríkisskattstjóri einsýnt að ákvæðið taki ekki til skipa sem ekki teljast vera í notkun í skilningi laga um skráningu skipa.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.