Dagsetning: 08.janúar 1990
Tilvísun: 3/90

Virðisaukaskattur.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 19. des. sl., til sem hann sendi ríkisskattstjóra

til athugunar.

Í bréfinu segir að þér hafið tekið að yður að skrá bækur um jarðir og bændur í fimm hreppum Rangárvallasýslu. Fram kemur að verkið er fjármagnað þannig að fjórir hreppanna greiða yður laun úr sveitarsjóði en í einu sveitarfélaganna er fé til verksins safnað með frjálsum framlögum íbúa.

Til svars erindinu skal tekið fram að sú starfsemi sagnfræðinga sem felst í könnun heimilda og öðrum sagnfræðilegum rannsóknum og frumsamningu texta á grundvelli þeirra er að mati ríkisskattstjóra undanþegin virðisaukaskatti skv. 4. og 12. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt. Eftir því sem þér lýsið starfsemi yðar virðist hún vera hliðstæð störfum sagnfræðinga. Af þeim sökum reiknast virðisaukaskattur ekki á greiðslur til yðar vegna þeirrar starfsemi sem um ræðir í bréfi yðar.

 

virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Ólafur Ólafsson.