Dagsetning                       Tilvísun
27. sep. 1990                             133/90

 

Vsk. – fótafræðingar og fótaaðgerðafræðingar.

Vísað er til bréfs heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, dags. 30. ágúst 1990, þar sem segir að starfandi sé nefnd á þess vegum um löggildingu fótafræðinga og fótaaðgerðafræðinga sem heilbrigðisstéttar samkvæmt lögum nr. 24/1985. Segir í bréfinu að gert sé ráð fyrir að nefndin ljúki störfum fyrir árslok og þess sé vænst að starfi nefndarinnar ljúki með því að tillögur verði gerðar til ráðherra um að starfsvettvangur fótafræðinga og fótaaðgerðafræðinga verði löggiltur sem heilbrigðisstétt.

Ríkisskattstjóri hefur við skýringu á 1. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt litið svo á að þjónusta aðila sem falla undir lög nr. 24/1985 teljist „eiginleg heilbrigðisþjónusta“ í skilningi ákvæðisins. Ríkisskattstjóri telur ekki nægilegt í þessu sambandi að áform séu uppi um löggildingu tiltekinnar starfsstéttar samkvæmt lögum þessum, heldur þurfi til að koma formleg ákvörðun ráðuneytisins um að fella starfsstétt undir lögin.

Að svo stöddu mun ríkisskattstjóri því ekki breyta túlkun sinni um skattskyldu fótafræðinga og fótaaðgerðafræðinga.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Jón Guðmundsson,
forstm. gjaldadeildar

 

Afrit:
Félag fótaaðgerðafræðinga
Félag fótafræðinga