Dagsetning                       Tilvísun
7. janúar 1999                            900/99

 

Vsk – leiðbeiningar

Almennar leiðbeiningar um virðisaukaskatt hafa verið endurútgefnar. Leiðbeiningar þessar (Virðisaukaskattur – leiðbeiningar og dæmi (RSK 11.19)) eru endurútgáfa fyrri leiðbeininga um sama efni (Virðisaukaskattur – leiðbeiningar (RSK 11.19)) frá árinu 1995. Leiðbeiningarnar eru byggðar upp með svipuðu móti og áður, en eru þó nokkuð ítarlegri. Leiðbeiningarnar miðast við gildandi rétt í desember 1998 og eru prentaðar í janúar 1999.

Uns prentað eintak liggur fyrir má fá leiðbeiningarnar í ljósriti hjá virðisaukaskattsskrifstofu ríkisskattstjóra. Einnig má ávallt nálgast þær á upplýsingavef ríkisskattstjóra (www.rsk.is)

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ingibjörg Ingvadóttir