Dagsetning                       Tilvísun
6. sept. 1991                             336/91

 

VSK – prestsstörf hjá skráðu trúfélagi.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 7. júní 1991, þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort umbjóðandi yðar, sem hyggst ráða sig sem verktaki til prestsstarfa hjá skráðu trúfélagi, yrði talinn skyldur til að innheimta og skila virðisaukaskatti.

Í bréfinu kemur fram að umbjóðandi yðar hefur ekki enn formlega löggildingu til prestsstarfa, en vinnur þau við hlið forstöðumanns. Starfið er sagt felast i því

„… að predika, kenna út frá Biblíunni, fylla út gögn til Hagstofu Íslands um fæðingar, hjónavígslur, greftranir o.þ.h., biðja fyrir fólki, sjúkum, sætta hjón, sjá um bréfaskriftir, senda út gíróseðla, samning lesefnis og þýðing bóka og síðast en ekki síst sálgæsla hjá safnaðarfólki sem leitar til hans.“

Samkvæmt 14. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt er hvers konar prestsþjónusta undanþegin virðisaukaskatti. Ríkisskattstjóri lítur svo á að ákvæðið taki jafnt til þjónustu presta þjóðkirkjunnar og þjónustu löggiltra presta og forstöðumanna skráðra trúfélaga, sbr. lög um trúfélög. Undanþáguákvæðið tekur ekki til þjónustusölu annarra starfsmanna trúfélaga.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.